Aðgangseyrir yfir sumartímann

Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst verður innheimtur aðgangseyrir að upphæð 1000 krónum í Listasafninu á Akureyri. Kemur þessi breyting til að mestu vegna hækkunar á þjónustukostnaði vegna mikillar fjölgunar erlendra gesta yfir sumartímann. Gestir fá aðgöngumiða í hendurnar við greiðslu sem gildir á sýningar Listasafnsins sem og Listasafnsins, Ketilhúss. 

Námsmenn, eldri borgarar, einstaklingar yngri en 18 ára og öryrkjar þurfa ekki að greiða aðgangseyri.

Eftirfarandi daga verður aðgangur ókeypis í Listasafnið: 

11. júní – opnun sýningarinnar Nautn - Conspiracy of Pleasure.
23. júní – Jónsmessa, opið alla nóttina.
16. júlí – opnun Listasumars.
27. og 28. ágúst – Akureyrarvaka og opnun sýningarinnar Formsins vegna - Gunnar Kr.