Alana LaPoint opnar á laugardaginn

Alana LaPoint opnar á laugardaginn
Alana LaPoint.

Laugardaginn 11. febrúar kl. 15 opnar Alana LaPoint sýninguna Töfruđ djúp / Conjured Depths í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. LaPoint er ađ mestu leyti sjálfmenntađur listamađur sem hefur haldiđ fjölmargar einkasýningar og tekiđ ţátt í samsýningum á heimaslóđum sínum í Vermont í Bandaríkjunum á síđustu tíu árum. Alana vann undir leiđsögn abstraktmálarans Galen Cheney 2007-2009.

„Ţetta landslag sem má sjá á sýningunni varđ til vegna löngunar til ađ tjá ţá hrifningu sem ég upplifi ţegar ég stend í fjöruborđinu,“ segir LaPoint. „Frá ţví sjónarhorni er ég ákaflega međvituđ um samtengingu alheimsins. Um ímyndunarafl mitt leika lausum hala sögur af fólki og lífverum sem lifa og deyja í ţessu vatni og fylla mig bćđi af tilfinningu fyrir smćđ minni, og óviđjafnanlegri friđsćld. Ég reyni ađ miđla skynhrifunum gegnum ţessi málverk og gera ţau ađgengileg áhorfendum. Efni til listsköpunar, ein og sér, veita mér mikinn innblástur ţví möguleikarnir eru svo margir. Linnulaust kanna ég eiginleika litarefna og málningar og elti uppi nýjar ađferđir og tćkni. Ţessi óseđjandi forvitni og fróđleiksfýsn veitir mér innblástur, jafn takmarkalausan og hafiđ.“

Sýningin stendur til 26. febrúar og er opin ţriđjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiđsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45. Ađgangur er ókeypis.