Dansverkið Press Deep í Listasafninu

Fimmtudaginn 25. júlí kl. 16:30 er viðburður á vegum Listasumars í Listasafninu. Verkið Press Deep fjallar um þær tilfinningar sem við upplifum þegar sálarlífið er í molum. Tveir dansarar munu túlka þessar tilfinningar ásamt tónlistarmönnum sem spila á mismunandi hljóðfæri. Innblástur verksins er tilfinningalíf karla. 

Listamennirnir eru: Yuliana Palacios, Ingunn Elísabet Hreinsdóttir, Jón Haukur Unnarsson, Andri Kristinsson og Áki Sebastian Frostason.

Aðgangseyrir er 1.000 kr.

Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri.

Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið.