Endurtekin vandræði

Endurtekin vandræði
Vandræðaskáld.

Vandræðaskáldin Sesselía Ólafs og Vilhjálmur Bragason verða með vandræðilega skemmtilega leiðsögn fyrir alla aldurshópa sunnudaginn 9. ágúst kl. 15-15.30. Leiðsögn þeirra fyrr í sumar sló í gegn og verður nú endurtekin.

Hér er um að ræða leiðsögn um sýningar Listasafnsins út frá sjónarhóli Vandræðaskáldanna og er markmiðið að bjóða upp á óhefðbundna leiðsögn og blanda saman fróðleik og húmor.

Gestir eru beðnir um að passa upp á á tveggja metra regluna. Aðgangur er innifalinn í aðgöngumiða á safnið og frítt fyrir handhafa árskorta.

Viðburða- og vöruþróunarsjóður Akureyrar styrkir leiðsögn Vandræðaskálda.