Fimm styrkir frá Safnaráði

Á dögunum hlaut Listasafnið fimm styrki frá Safnaráði fyrir árið 2021, samtals að upphæð 6 milljónir króna. 

Verkefnin sem hlutu styrk eru:

  • Sýningin Ferðagarpurinn Erró / Erró The Traveller með sérstaka áherslu á safnfræðslu fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og nemendur framhaldsskóla.
  • Samsýning norðlenskra myndlistarmanna, Takmarkanir.
  • Undirheimar Akureyrar, nýtt verk eftir Ragnar Kjartansson.
  • Tákn og sjónræn ljóðlist, málþing í tengslum við sýningu á verkum Ann Noël.
  • Varsla og viðhald safneignar, lagfæringar á verkum og forvarsla.

Listasafnið fékk auk þess Öndvegisstyrk frá Safnaráði á síðasta ári fyrir sýninguna Sköpun bernskunnar, en sá styrkur er veittur til þriggja ára 2020-2022.