Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 30. apríl kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningum Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.

Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.