Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins
Þórunn Soffía Þórðardóttir.

Þriðjudaginn 2. október kl. 17 heldur Þórunn Soffía Þórðardóttir, listfræðingur, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Fagmennska og ígrundun safnakennara á listasöfnum - lokaverkefni  í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Þar fjallar hún um meistaraverkefni sitt í menntunarfræðum þar sem var skoðað hvernig safnakennarar á listasöfnum hugsa um sig sem fagmenn og fagstétt. Verkefnið var í formi viðtalsrannsóknar þar sem var rætt við fjóra safnakennara og leitast var við að varpa ljósi á persónulega sýn þeirra á störfin og hlutverk inni á listasöfnunum. Aðgangur er ókeypis.

Þórunn Soffía Þórðardóttir er með BA í listfræði frá Háskóla Íslands þar sem hún tók safnafræði sem aukagrein. Síðastliðin tvö ár var hún í námi í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri auk þess að vinna í móttöku Listasafnsins Akureyri.