Gestalistakonur sýna verk sín um helgina

Gestalistakonur sýna verk sín um helgina
Andrea Weber.

Laugardaginn 25. mars kl. 12-15 verður myndlistarkonan Andrea Weber með opna gestavinnustofu Listasafnsins. Þar hefur hún dvalið undanfarna tvo mánuði og sýnir afraksturinn undir yfirskriftinni Secret Chrystallization. Samhliða því að daginn tók að lengja kafaði Weber í sköpunarferlið og skapaði abstraktmálverk þar sem snjór og blek voru efniviðir sem minna á skýin í heiðhvolfinu, sólarlagið og önnur náttúrfyrirbæri. Einnig bíður hún gestum að í einkabankann sinn þar sem í boði er Skýja-mynt. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið. 

Varúð: Brothætt!

Franska myndlistarkonan Naomi Shermet hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur og sunnudaginn 26. mars kl. 12-16 má sjá afrakstur vinnu hennar í safnfræðslurými Listasafnsins undir yfirskriftinni Be careful: Fragile! Hún sýnir verkin til að efla meðvitund  og vekja athygli á brothættri tilveru þeirra lífvera sem lifa í hafinu, á jörðinni og minningum um það sem er horfið og er að hverfa. Sjávarföllin og verk Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá veittu Shermet innblástur í verkunum. Verkin voru öll unnin í vinnustofudvölinni og verða unnin áfram í framtíðarverkefnum listakonunnar í París. 

Naomi Shermet býr og starfar í París. Hún lauk MA námi við Science Po Paris og BA námi frá École des Arts de la Sorbonne. Í list sinni fjallar hún um minningar, náttúruna, tilvistarangist og and-húmanisma.