Gillian Pokalo með opna gestavinnustofu

Bandaríska myndlistarkonan Gillian Pokalo hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur. Laugardaginn 24. september kl. 14-16 verður gestavinnustofan opin þar sem Pokalo sýnir afrakstur vinnu sinnar á Akureyri. Gengið inn úr porti bakvið Listasafnið.

Gillian Pokalo er þverfaglegur grafíker, fagurlistamaður og listkennari frá Bandaríkjunum. Í dvöl sinni í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri hefur hún unnið að samblöndun málverks, silkiþrykks og cyanotype-prentunar til að skapa frásögn sem greypt  er inn í íslenskt landslag og hægt er að upplifa skýrt á eyðibýlum.