Hljóð og mynd - leiðsögn

Laugardaginn 30. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á lifandi tónlistarleiðsögn fyrir börn og fullorðna um sýningar Listasafnsins. Fjallað verður um valin verk og mun tónlistarfólkið Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason syngja lög sem tengjast þeim listaverkum á léttan og skemmtilegan hátt. Gert er ráð fyrir að leiðsögnin taki um það bil 40 mínútur og verður þátttakendum boðinn glaðningur í lok leiðsagnar.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar. Fleiri spennandi viðburði má finna á barnamenning.is.