Leiðsögn um NOT á Akureyrarvöku og sýningarlok

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 29. ágúst kl. 16.30, verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna NOT – norðlensk vöruhönnun í Listasafninu, Ketilhúsi. Helga Björg Jónasardóttir, sýningarstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Sýningunni lýkur á næstkomandi sunnudag. Verið velkomin. Aðgangur er ókeypis.

Auk Helgu Bjargar eru þátttakendur sýningarinnar María Rut Dýrfjörð, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Sandra Kristín Jóhannesdóttir og Herdís Björk Þórðardóttir. Í hönnunarferlinu var unnið út frá orðinu hús-gagn með vísun til nytjahluta sem gagnast á heimilum. Að auki setti hópurinn sér það markmið að nýta þekkingu og tækjakost norðlenskra fyrirtækja til framleiðslu á vörunum. Afraksturinn er alíslenskar vörur, hannaðar og framleiddar að mestu leyti á heimaslóðum.

Fram að lokum er sýningin opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 10-17. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga.