Listamannaspjall með Agli Loga

Listamannaspjall með Agli Loga
Egill Logi Jónasson.

Laugardaginn 3. september kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Agli Loga Jónassyni um sýningu hans, Þitt besta er ekki nóg, sem var opnuð á Akureyrarvöku um síðustu helgi. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Aðgöngumiði jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.

Egill Logi Jónasson, einnig þekktur sem Drengurinn fengurinn, býr og starfar á Akureyri. Hann útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2012 og lauk BA í myndlist í Listaháskóla Íslands 2016. Egill vinnur með ýmsa miðla eins og tónlist, málverk, klippimyndir, gjörninga og vídeóverk. Hann er einn af aðstandendum listhópsins Kaktuss.