Listasafnið þátttakandi í Fundi fólksins

Listasafnið þátttakandi í Fundi fólksins
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM.

Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, og myndlistarkonan Rúrí verða í pallborði og velta fyrir sér hvort skapandi starf sé metið að verðleikum og hvernig hægt sé að efla menningu, lýðræði og gagnrýna hugsun í samfélaginu. Auk þess sem þau munu fjalla um mikilvægi menningar fyrir samfélagið, átak SÍM Við borgum myndlistarmönnum, listkennslu í skólum og opinbert fjármagn sem rennur til menningarmála.

Öllum er velkomið að leggja orð í belg og taka þátt í umræðunum.