Ljóðalestur á sunnudaginn

Ljóðalestur á sunnudaginn
Sverrir Páll Erlendsson.

Sunnudaginn 23. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Sverri Páli Erlendssyni, menntaskólakennara, undir yfirskriftinni Til málamynda. Sverrir Páll velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hann til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.  

Flutningurinn er hluti af upplestrarröðinni Til málamyndasem sem fer fram alla sunnudaga kl. 14 í september.

Eftirtalin skáld munu velja sér verk og flytja ljóð:

26. ágúst: Eyþór Gylfason, Karólína Rós Ólafsdóttir
og Sölvi Halldórsson.
2. september: Vilhjálmur Bragason.
9. september: Sesselía Ólafsdóttir.
16. september: Eyþór Gylfason.
23. september: Sverrir Páll Erlendsson.
30. september: Ásgeir H. Ingólfsson.

Upplestraröðin hlaut styrk úr menningarsjóði Akureyrar.