LungA sýnir í Kaktus

LungA skólinn á Seyðisfirði er á farandsfæti og heimsækir Kaktus í Listagilinu í tilefni af lokasýningu vorannar skólans. Nemendur hafa undanfarnar 11 vikur ferðast um hina ótal mörgu kima sköpunarinnar, listarinnar og sjálfsins. Sýningin, sem verður opnuð kl. 20.00 föstudagskvöldið 27. mars, samanstendur af verkum sem meðal annars endurspegla ferðalag hvers og eins á persónulegan hátt.

Kaktus er lista- og menningarrými sem er staðett í kjallara Listasafnsins þar sem Populus tremula starfaði áður. 

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 28. mars kl. 14.00 - 16.00.