Opin gestavinnustofa: Heike Ahrends

Opin gestavinnustofa: Heike Ahrends
Heike Ahrend.

Þýski myndlistarmaðurinn Heike Ahrends hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur. Laugardaginn 26. Júní kl. 15-17 verður gestavinnustofan opin þar sem Ahrends sýnir afrakstur vinnu sinnar á Akureyri. Gengið inn úr porti bakvið Listasafnið.

Heike Ahrends er fædd í Þýskalandi, en hefur verið búsett í Svíþjóð frá 2000. Hún hlaut menntun sína í listum og hönnun í Þýskalandi og Bretlandi og hefur sýnt víða um Evrópu. „Viðfangsefni mín eru altæk, smækkuð og ljóðræn öfl  – minna á landslag sem er á mörkum þess hlutbundna og abstraktsins. Ég skrifa ljóð í litum. Markmiðið er að áhorfandinn týnist ekki, heldur finni sig heima í vangaveltum augnabliksins. Ég reyni að fanga og sýna augnablikin á listrænan máta.“