Síðasta sýningarhelgi RÓT

Listaverkefnið RÓT / ROOT - art project, er samvinnuverkefni skapandi einstaklinga sem hófst í Ketilhúsinu þann 20. júní s.l. Mismunandi hópar unnu saman í Ketilhúsinu fyrst tvær vikurnar og afrakstur samvinnunnar svo sýndur þar í aðrar tvær vikur. Niðurstaðan / útkoman er afar áhugaverð og margvísleg: vídeó, skúlptúrar, teikningar, innsetningar o.fl. bæði innan- og utandyra. Þetta er í annað sinn sem RÓT fer fram á Akureyri og hefur tekist afar vel til í bæði skiptin.

Allir velkomnir í Ketilhúsið þessa síðustu sýningarhelgi. Opið kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.