Þriðjudagsfyrirlestur: Jessica Tawczynski

Þriðjudagsfyrirlestur: Jessica Tawczynski
Jessica Tawczynski.

Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Í fyrirlestrinum mun Jessica fjalla um nálgun sína í listinni og hvernig hún hefur skapað sitt eigið sjónræna tungumál.

Jessica Tawczynski lauk BFA námi í UMass Lowell og mastersnámi í listum frá MassArt. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga s.s. Boston Young Contemporaries 2017, High Rock Tower í New York, Wareham Street Studios í Boston og Shenkar College í Tel Aviv í Ísrael. Tawczynski er listamaður nóvembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Fyrirlestraröðin hefst að nýju um miðjan janúar 2018.