Þriðjudagsfyrirlestur: Magni Ásgeirsson

Þriðjudagsfyrirlestur: Magni Ásgeirsson
Magni Ásgeirsson.

Þriðjudaginn 16. mars kl. 17-17.40 heldur Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður, næst síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni „…tónlistarmaður? En við hvað vinnur þú?“

Magni hefur marga fjöruna sopið í tónlistarbransanum sem poppstjarna, rokkari, tónleikahaldari og kennari. Í fyrirlestrinum ætlar hann að fara á hundavaði yfir ferilinn og hvað það þýðir að ætla sér að vinna sem tónlistarmaður á Íslandi auk þess sem hann rennir í nokkur vel valin lög frá ferlinum. 

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins á Akureyri. Síðasta fyrirlestur vetrarins flytur bandaríski myndlistarmaðurinn David Molesky, þriðjudaginn 23. mars.