Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Þriðjudagsfyrirlestri frestað
Sunna Svavarsdóttir.

Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Sunna Svavarsdóttir, myndlistarmaður, átti að halda á morgun, þriðjudaginn 6. október, hefur verið frestað. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram kl. 17 þriðjudaginn 10. nóvember.

Í fyrirlestrinum, sem ber yfirskriftina Gleymdu skynfærin, mun hún fjalla um einstaklingsbundnar upplifanir. 

Sunna lauk BA námi frá ArtScience Interfaculty, Royal Academy of Art í Haag í Hollandi 2019 og hefur tekið þátt í samsýningum þar í landi síðastliðið ár. Sunna vinnur þverfaglega og hefur einbeitt sér að innsetningum og upplifunum þar sem gestum er boðið að stíga inn, taka þátt og jafnvel þefa og snerta. Flest verka hennar er hægt að upplifa með augun lokuð.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Vala Fannell, leikstjóri, Þóra Sigurðardóttir, sýningarstjóri, Lilý Erla Adamsdóttir, myndlistarmaður, og Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður.