Tólf tóna kortérið: Daniele Basini

Tólf tóna kortérið: Daniele Basini
Daniele Basini.

Laugardaginn 30. október kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 frumflytur ítalski gítarleikarinn Daniele Basini verk sitt Lettere fyrir einleiksgítar í sal 04 í Listasafninu. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið sem unnið er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og er aðgangur ókeypis. 

Á tónleikaröðinni hafa komið fram tónlistarmenn og tónskáld búsett á Norðurlandi sem bjóða áheyrendum inn í heim framúrstefnu og hljóðtilrauna innan veggja Listasafnsins. Flytjendur hafa verið Emil Þorri Emilsson, slagverksleikari, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgelleikari, og Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari.