Tónleikar í Kaktus og opnun í Mjólkurbúðinni

Laugardaginn 18. apríl kl. 14 opnar Jónborg Sigurðardóttir - Jonna, málverkasýninguna Jónborg - Eldborg í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Að þessu sinni tjáir Jonna kraft eldsins og lífsorkunnar í eigin tilfinningum í málverkum þar sem hún vinnur með akríl á striga.

Jónborg (Jonna) er fædd 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995 og lærði fatahönnun í Danmörku og útskrifaðist þaðan um vetur 2011. Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar.  

Sýningin stendur til 26. apríl og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.

Á laugardagskvöldið kl. 20 hefst fjölbreytt menningardagskrá í Kaktus, hinu nýja menningarrýni sem staðsett er í kjallara Listasafnsins og hýsti áður starfsemi Populus tremula. Fram koma hljómsveitirnar Antimony, Kvöl og Látún, en einnig  gefur að líta videoverk og gjörninga. Aðgangur er ókeypis.