Tryllum og Tætum í Listasafninu á miðvikudagskvöld

Miðvikudaginn 25. júlí kl. 20 verður viðburður á vegum Listasumars í Listasafninu. Katrín Birna og Jón Tumi sem hlutu sumarstyrk ungra listamanna 2019 leiða samn hesta sína ásamt hljómsveitinni Flammeus og fjölda dansara. Flammeus gaf nýverið út plötuna "The Yellow" en sveitina skipa þeir Jóhannes Stefánsson (rafgítar), Guðjón Jónsson (hljómborð) og Hafsteinn Davíðsson (trommur). Þeir félagar komu fram á úrslitakvöldi Músíktilrauna, og unnu þar til tveggja einstaklingsverðlauna, og héldu útgáfutónleika á Græna Hattinum þann 4. júlí við góðar undirtektir. 

Verkið er sérstaklega samið fyrir þennan viðburð og lofa þau fullt af tónlist, dansi og gleði í Listasafninu á Akureyri.

Danshöfundur: Katrín Birna Vignisdóttir, stundar nám við Institute of the Arts Barcelona

Dansarar: Marta Hlín Þorsteinsdóttir, Urður Steinunn Önnudóttir Sahr, Auður Anna Jónasdóttir, Arna Sif Þorgeirsdóttir, Bjarney Viðja Vignisdóttir, Birta Ósk Þórólfsdóttir, Freyja Vignisdóttir, Katrín Birna Vignisdóttir, Ólöf Ósk Þorgeirsdóttir, Svandís Davíðsdóttir og Yuliana Palacios.

*Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.

*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri og menningarsjóði Akureyrar.

Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið.