Tvær leiðsagnir á laugardaginn

Laugardaginn 1. september verður boðið upp á tvær leiðsagnir í Listasafninu. Klukkan 11-12 verður fjölskylduleiðsögn um sýningu Hjördísar Frímann og Magnúsar Helgasonar, Hugmyndir. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.

Klukkan 15-15.45 verður leiðsögn með listamanni um útisýninguna Fullveldið endurskoðað. Gunnar Kr. Jónasson segir frá hugleiðingum sínum í tengslum við sýninguna og einstaka verk. Leiðsögnin hefst kl. 15 við inngang Listasafnsins og verður svo gengið á milli verkanna sem staðsett eru víða í miðbænum. 

Aðgangur ókeypis.