Tvćr opnanir á laugardaginn

Tvćr opnanir á laugardaginn
Nína Tryggvadóttir.

Laugardaginn 14. janúar kl. 15 verđa opnađar tvćr fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýning Freyju Reynisdóttur, Sögur.

Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var međal frjóustu og framsćknustu myndlistarmanna sinnar kynslóđar og ţátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk ţess í París, Lundúnum og Reykjavík. Nína vann ađallega međ olíu á striga en hún er einnig ţekkt fyrir pappírsverk, verk úr steindu gleri, mósaíkverk og barnabćkur. Hún var einn af brautryđjendum ljóđrćnnar abstraktlistar.

Sýningin Litir, form og fólk er unnin í samvinnu viđ Listasafn Íslands, en í safneign ţess eru um 80 verk eftir Nínu frá tímabilinu 1938–1967. Hún er ađ hluta byggđ á sýningunni Ljóđvarp sem sett var upp í Listasafni Íslands 2015, en í tengslum viđ ţá sýningu kom út vegleg bók um Nínu. Bókina prýđir fjöldi ljósmynda af verkum hennar auk greina og viđtala á íslensku og ensku.

Fjölskylduleiđsögn um sýninguna međ Heiđu Björk Vilhjálmsdóttur, frćđslufulltrúa, laugardaginn 4. febrúar kl. 11-12.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.

Verk Freyju Reynisdóttur (f. 1989) eru unnin í ólíka miđla en fjalla mörg hver um ţá ţráhyggju mannsins ađ skilgreina allt og alla, en einnig um ţrćđina sem viđ eigum sameiginlega s.s. upplifanir, minni og samskipti. Ţessar vangaveltur eru ennţá ofarlega á baugi í sýningunni Sögur ţó engin endanleg niđurstađa sé í bođi. Erfitt er ađ sjá fyrir hvađ áhorfandinn spinnur út frá frásögn listamannsins, enda er ţađ einstaklingsbundiđ.

Freyja útskrifađist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2014 og hefur starfađ og sýnt á Íslandi, Danmörku, Spáni, Ţýskalandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur rekiđ sýningarýmiđ Kaktus auk ţess ađ halda árlega listviđburđinn Rót á Akureyri og tónlistarhátíđina Ym.

Sýning Freyju stendur til 26. janúar en yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur til 26. febrúar.