Tvćr opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 22. apríl kl. 15 verđa tvćr sýningar opnađar í Listasafninu, Ketilhúsi: Sköpun bernskunnar 2017, samsýning listamanna, skólabarna og leikfangasýningarinnar í Friđbjarnarhúsi, og Upp, útskriftarsýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Síđarnefnda sýningin er einnig sett upp í Deiglunni. 

Ţetta er fjórđa sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til ţess ađ örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum tveggja til sextán ára. Ţátttakendur hverju sinni eru börn, starfandi listamenn og Leikfangasýningin í Friđbjarnarhúsi. Sköpun bernskunnar er ţví samvinnuverkefni í stöđugri ţróun og er hver sýning sjálfstćđ og sérstök.

Sýningin hefur vakiđ verđskuldađa athygli og er einstök hvađ varđar listrćnt samtal myndlistarmanna og barna. Ţemađ ađ ţessu sinni er fjaran í víđum skilningi.

Ţátttakendur í ár eru leikskólarnir Tröllaborgir og Lundarsel, grunnskólarnir Brekkuskóli og Giljaskóli, Leikfangasýningin í Friđbjarnarhúsi og listamennirnir Hekla Björt Helgadóttir, Magnús Helgason, Marina Rees og Samuel Rees. Sýningarstjóri er Guđrún Pálína Guđmundsdóttir.

Ţriggja ára samstarf

Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi veriđ fastur liđur í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningarnar eru tvćr yfir áriđ og annars vegar settar upp í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem ţćr eru haldnar í samstarfi viđ Listasafniđ á Akureyri.

Viđ undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviđi ţar sem ţeim gefst tćkifćri til ađ kynna sér nýja miđla eđa dýpka skilning sinn á ţeim sem ţeir hafa áđur kynnst.

Ađ baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víđa fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir ţví hvađ hentar hverri hugmynd og ţeim miđli sem unniđ er međ. Nemendur fá eina önn til ađ vinna ađ lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu viđ leiđsagnarkennara og samnemendur ţar sem frumkvćđi, hugmyndaauđgi og öguđ vinnubrögđ eru lögđ til grundvallar.

Nemendur hönnunar- og textílkjörsviđs:
Anton Örn Rúnarsson
Birna Eyvör Jónsdóttir
Elva Rún Kristjánsdóttir
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
Kamilla Sigríđur Jónsdóttir
Karitas Fríđa W. Bárđardóttir

Nemendur myndlistarkjörsviđs:
Andri Leó Teitsson
Ármann Ingi Ţórisson
Eva Mist Guđmundsdóttir
Fanný María Brynjarsdóttir
Sandra Wanda Walankiewicz
Sindri Páll Stefánsson
Valgerđur Ţorsteinsdóttir

Upp stendur til 30. apríl en Sköpun bernskunnar 2017 til 28. maí. Opiđ ţriđjudaga-sunnudaga kl. 12-17.
Ađgangur er ókeypis.