Tvær smiðjur um helgina

Tvær smiðjur verða haldnar um komandi helgi í Listasafninu í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Enginn aðgangseyrir er inn á smiðjurnar. Norðurorka styrkir barna- og fræðslustarf Listasafnsins á Akureyri.

Laugardagur 1. maí kl. 11-12: Opin skynjunarsmiðja með Sunnu Svavarsdóttur fyrir alla aldurshópa

Í smiðjunni er lögð áhersla á upplifanir í gegnum öll skynfærin. Engin skráning og enginn aðgangseyrir.

Sunna Svavarsdóttir (f. 1992) lauk B.A námi í ArtScience frá KABK í Haag í Hollandi 2019. Undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að verkum sem takmarka sjónræn áhrif okkar á umhverfið í kringum okkur. Það gerir hún að mestu með því að bjóða áhorfendum að taka þátt í verkum sínum, loka augunum og snerta eða jafnvel þefa. Með þessum hætti verða áhorfendurnir einnig mikilvægur hluti af verkinu sjálfu.
Uppbyggingarsjóður SSNE styrkir smiðjuna.  

Sunnudagur 2. maí kl. 11-12: Dönsum í takt við myndlistina

Danslistasmiðja fyrir 3.-5. bekk undir þemanu Dönsum í takt við myndlistina. Leiðbeinandi er Urður Steinunn Önnudóttir Sahr. Fjöldi takmarkast við 16. Skráning í netfangið heida@listak.is.

Í smiðjunni mun Urður vinna með hreyfingar tengdum sköpun í tengslun við rætur og vöxt. Einnig byggir smiðjan á samspili við sýninguna Sköpun bernskunnar sem nú stendur yfir í Ketilhúsinu, en þema þeirrar sýningar er gróður jarðar.

Urður Steinunn Önnudóttir Sahr (f. 1994) lauk B.A. námi í dansi í Institute of the Arts í Barcelona 2019. Veturinn 2019 til 2020 starfaði Urður sem danskennari í Brekkuskóli og í janúar 2021 flutti hún til Vopnafjarðar og opnaði eigin dansskóla þar ásamt því að kenna í grunnskóla bæjarins.