Verk eftir 17 listamenn valin á sýninguna Takmarkanir

Verk eftir 17 listamenn valin á sýninguna Takmarkanir
Bergþór Morthens, Rústir, 2021.

Í janúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Takmarkanir, sem mun standa yfir 29. maí - 26. september næstkomandi. Alls bárust umsóknir frá 44 listamönnum og yfir 100 verk, en forsenda umsóknar var að listamenn búi og/eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. Listasafnið þakkar fyrir allar innsendar umsóknir. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Að þessu sinni var valið sérstakt þema fyrir sýninguna, Takmarkanir.

Dómnefnd valdi verk eftir 17 listamenn, en hana skipuðu Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri Listasafnsins, og Vigdís Rún Jónsdóttir, listfræðingur.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Auður Lóa Guðnadóttir, Árni Jónsson, Bergþór Morthens, Brák Jónsdóttir, Egill Logi Jónasson, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Hekla Björt Helgadóttir, Hrefna Harðardóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Joris Rademaker, Jón Laxdal Halldórsson, María Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Mar Halldórsson, Stefán Boulter og Tanja Stefanovic.

Gefin verður út sýningarskrá á íslensku og ensku og reglulega verða leiðsagnir um sýninguna með þátttöku listamanna.