Vikulöng opnunar- og 25 ára afmælisdagskrá framundan

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 25. ágúst kl. 15 verða ný salarkynni Listasafnsins formlega opnuð almenningi og jafnframt verður 25 ára afmæli safnsins fagnað. Af því tilefni verður rúmlega vikulöng dagskrá í boði.

Dagskrá 25. ágúst
Opnun kl. 15-23 

Ávörp í sal 11, Ketilhúsi kl. 15.30:
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri,
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra,
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.  

Tónlist: Dimitrios Theodoropoulos, jassgítar,
Jazz tríó Ludvigs Kára: Stefán Ingólfsson, Rodrigo Lopez og Ludvig Kári.

Kl. 16.30: Florakören og Brahe Djäknar á svölum Listasafnsins, efstu hæð.
Kl. 18.00: Florakórinn og Brahe Djäknar í sal 11, Ketilhúsi.
Kl. 20.00: DJ Kveldúlfur í sal 11, Ketilhúsi.

SÝNINGAR Á OPNUN.

Sunnudagur 26. ágúst
Kl. 14: Upplestraröðin Til málamynda. Ljóðskáldið Eyþór Gylfason velur verk af sýningum Listasafnsins og tvinnur saman ljóðlist og myndlist.
Kl. 15: Listamannaspjall með Sigurði Árna Sigurðssyni um sýningu hans Hreyfðir fletir.

Mánudagur 27. ágúst
Kl. 17:
Leiðsögn um sýningarnar Svipir – verk úr safneign Listasafns ASÍ og Frá Kaupfélagsgili til Listagils.
Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar.

Þriðjudagur 28. ágúst
Kl. 17:
Leiðsögn um sýninguna Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri.
Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar.

Miðvikudagur 29. ágúst
Kl. 17:
Sóknarskáld. Karólína Rós og Sölvi Halldórsson flytja eigin ljóð um ástir, sundlaugar og umferðina. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Gil kaffihús.

Fimmtudagur 30. ágúst
Kl. 15-15.30:
Leiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna.
Kl. 15.30-16 / 3:30- 4pm:  Guided tour in English through Anita Hirlekar‘s exhibition Pink & Green.

Föstudagur 31. ágúst
Kl. 21:
Jazz í Listagilinu. The Jazz Standard Quartet: Stefán Ingólfsson, Rodrigo Lopez, Ludvig Kári og Dimitrios Theodoropoulos. Tónleikarnir eru í samstarfi við Gil kaffihús.

Laugardagur 1. september
Kl. 11-12: Fjölskylduleiðsögn um sýningu Hjördísar Frímann og Magnúsar Helgasonar, Hugmyndir. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Kl. 15-15.45: Leiðsögn með listamanni um útisýninguna Fullveldið endurskoðað. Gunnar Kr. Jónasson segir frá hugleiðingum sínum í tengslum við sýninguna og einstaka verk. Leiðsögnin hefst kl. 15 við inngang Listasafnsins og verður svo gengið á milli verkanna sem staðsett eru víða í miðbænum.

Sunnudagur 2. september
Kl. 14:
Upplestraröðin Til málamynda: Vilhjálmur Bragason.