Gleðileg jól!

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Árið 2017 verður óvenjulegt ár í Listasafninu. Langþráður draumur er að verða að veruleika og eftirvænting liggur í loftinu þar sem framkvæmdir við efstu hæðina í Listasafnsbyggingunni hefjast í febrúar. Starfsemin beinist því aðallega að því að setja upp sýningar í Ketilhúsinu. Árið hefst með tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur. Hlökkum til að sjá ykkur!