RÓT2014 í Listagilinu

Í gær hófst listaviðburðurinn RÓT2014 í Listagilinu sem er skipulagður af listakonunum Karólínu Baldvinsdóttur, Jónínu Björgu Helgadóttur og Freyju Reynisdóttur. Alla vikuna mun fjölbreyttur hópur listamanna koma saman í portinu fyrir aftan Listasafnið og vinna að einu sameiginlegu verki á dag og er afraksturinn sýndur á flötinni fyrir ofan Ketilhúsið. Um helgina verður svo unnið í Populus Tremula. Þátttakendur eru fjölbreyttir og úr mismunandi geirum listalífsins og því verður afraksturinn án efa spennandi. Eru áhugasamir hvattir til að koma við og kynna sér vinnuna. Einnig er hægt er að fylgjast með á heimasíðu RÓTAR, rot-project.com, á Facebook og Instagram.