SALT VATN SKÆRI: Annar kafli

Í kvöld, föstudagskvöldið 13. febrúar, kl. 20 verður önnur opnun bókverksins og samstarfsins SALT VATN SKÆRI í Kaupvangsstræti 23. Fyrsti hluti bókarinnar heitir SALT og í kvöld gefst gestum kostur á að vera viðstaddir frumsýningu annars kafla þess hluta: cul de sac. 

Bókin er þrískipt nóvella og heita hlutarnir eftir megin táknum sögunnar: SALT, VATN og SKÆRI. Þessi tákn eru síendurtekin og gegnumgangandi í atburðarásinni og marka andvara og ástand söguheimsins og persónanna sjálfra. 

Að verkefninu standa Freyja Reynisdóttir og Hekla Björt Helgadóttir en þær búa og starfa saman að SALT VATN SKÆRI í Kaupvangsstræti 23 í Listagilinu. Húsið opnar kl. 20 og sýningin byrjar stundvíslega kl. 20.30. Allir velkomnir.

Á morgun, laugardaginn 14. febrúar, verður opið frá kl. 15-17 þar sem „leifar“ þessa atburðar verða til sýnis.

Nánari upplýsingar:

www.salt-water-scissors.com
http://salt-water-scissors.com/freyja
http://salt-water-scissors.com/hekla