Einar Falur Ingólfsson - Griđastađir

Einar Falur Ingólfsson
Griđastađir
Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús
4. mars - 16. apríl

Sýningin Griđastađir er úrval ljósmyndaverka úr fjórum tengdum seríum sem Einar Falur Ingólfsson (f. 1966) hefur unniđ ađ á undanförnum áratug. Svissneski sýningarstjórinn Christoph Kern valdi verkin á sýninguna úr myndröđunum Griđastađir, Skjól, Reykjanesbrautin og Sögustađir. Í verkunum tekst Einar Falur á viđ manninn og íslenska náttúru; viđ náttúruöflin, hvernig mennirnir reyna ađ lifa í og međ náttúrunni, laga hana ađ ţörfum sínum, verjast henni á stundum en jafnframt leita í henni skjóls. Verkin eru öll tekin á 4 x 5 tommu blađfilmu.

Ljósmyndaverk Einars Fals hafa á undanförnum árum veriđ sýnd á einka- og samsýningum í söfnum og sýningarsölum á Íslandi, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Einar Falur er međ BA-gráđu í bókmenntafrćđi frá Háskóla Íslands og MFA-gráđu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Hann starfar sem myndlistarmađur, rithöfundur og blađamađur.