Afmæli

Afmæli
Samsýning norðlenskra listamanna
02.06.2023 – 24.09.2023
Salir 10 11

Þetta er í fimmta sinn sem sýning á verkum norðlenskra listamanna er haldin í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er tvíæringur og er að þessu sinni unnið út frá þemanu afmæli, sem er vísun í 30 ára afmæli Listasafnsins en jafnframt opið fyrir alls konar túlkunum listamanna.

Dómnefnd velur verk úr innsendum tillögum listamanna sem búa á Norðurlandi eða hafa sérstaka tengingu við svæðið. Gefin er út sýningarskrá á íslensku og ensku og er áhugavert að bera saman sýningarskrár fyrri sýninga til að sjá hvaða þróun er í verkum norðlenskra listamanna. Markmiðið er vissulega að sýna þá fjölbreytni í efnistökum, aðferðum og hugmyndum sem listamenn af svæðinu eru að fást við hverju sinni.

Sýningunni Afmæli er ætlað að gefa innsýn í þá fjölbreyttu flóru myndlistar sem tengist Norðurlandi og vekja umræður um stöðu norðlenskra listamanna og myndlistar almennt.

Þessi tvíæringur getur verið grunnur rannsókna og sköpunar á sviði myndlistar og um leið hvatning og tækifæri.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.