Takmarkanir

Takmarkanir – samsýning norðlenskra myndlistarmanna
29.05.2021-03.10.2021
Salir 10 11

Frá 2015 hefur annað hvert ár verið sett upp sýning á verkum norðlenskra myndlistarmanna í Listasafninu á Akureyri. Það er því komið að fjórða tvíæringnum og að þessu sinni hefur sýningin sérstakt þema: Takmarkanir. Titillinn er að sjálfsögðu bein tilvísun í ástandið í heiminum þessi misserin.

Listasafnið auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í sýningunni og sérstök dómnefnd velur inn verk á hana. Gefin verður út sýningarskrá og reglulega verður boðið upp á leiðsagnir með listamönnum sem taka þátt í sýningunni. Sýningunni er þannig ætlað að gefa innsýn í þá fjölbreyttu flóru myndlistar sem tengist Norðurlandi og vekja umræður um stöðu norðlenskra listamanna og myndlistar. Tvíæringurinn getur þannig orðið grunnur rannsókna og sköpunar á sviði myndlistar og um leið hvatning og tækifæri. 

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.