Flýtilyklar
„Það er Beethoven í loftinu“
19.08.2017
ALLAR GÁTTIR OPNAR:
„Það er Beethoven í loftinu“
- söngdagskrá um Davíð og Pál Ísólfsson
Fimmtudagurinn 24. ágúst, kl: 16
Davíðshús
Davíðshús
Einn nánasti vinur og samstarfsmaður Davíðs var Páll Ísólfsson, tónskáld og píanóleikari. Þeir voru tengdir í gegnum ýmsa nána vini, en kynntust þó ekki fyrr en í Kaupmannahöfn haustið 1921, eftir að Davíð kom þangað úr sinni Ítalíuferð. Þar var Kjarval líka og þeim þremur var boðið til veislu. Páll og Davíð urðu samferða heim úr veislunni og gengu um stund í þögn. Davíð skrifar um þetta og segir: "Kyrrð var á jörð, stormar í hásölum, en leikur ljóss og skugga magnaði loftið einhverjum dularfullum, æsandi töfrum. Allt í einu nam Páll Ísólfsson staðar, benti upp í himingeiminn og hrópaði: Það er Beethoven í loftinu!“ Þetta voru fyrstu orðin sem Davíð mundi af vörum Páls, en þau urðu upphaf ævilangrar vináttu.
Ekkert tónskáld samdi fleiri lög við ljóð Davíðs, á meðan hann lifði. Þeirra stærstu samvinnuverkefni eru án efa Alþingishátíðarkantatan og -ljóðið 1930 og svo Gullna hliðið áratug síðar.
Í þessari dagskrá fjallar Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi um samstarf þeirra félaga og vináttu og þær Þórhildur Örvarsdóttir og Helga Kvam flytja nokkur laga Páls við ljóð Davíðs, s.s. Blítt er undir björkunum, Kvæðið um litlu hjónin, Hrosshár í strengjum, Vögguvísa o.fl
Davíðshús er opið frá kl. 13 til 17 alla virka daga, 1. júní – 31. ágúst.
Dagskráin hefst kl. 16 og er u.þ.b. klukkustund.
Rými er takmarkað og því gott að tryggja sér sæti tímanlega.
Aðgangseyrir kr. 1.400.- / 700.- (lífeyrisþegar) - frítt fyrir börn
Sólarhringskort kr. 2000.-
Árskort kr. 3000.-
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings og er með í Listasumri #listasumar
Sjá nánar á www.facebook.com/skaldahusin/ og www.minjasafnid.is
Leit

