„Yðar dóma virði ég“

ALLAR GÁTTIR OPNAR: „Yðar dóma virði ég“
– skáldin Ólöf og Theódóra í lífi Davíðs
Fimmtudagurinn 27. júlí, kl: 16
Davíðshús

 

Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi

Davíð átti sér ótal fyrirmyndir og kennara í lífi sínu og listum. Við vitum að hann dáði Jónas, Bólu-Hjálmar, Matthías o.fl. fræg skáld, en konurnar voru honum líka fyrirmyndir. Hann þekkti Ólöfu frá Hlöðum vel, heimsótti hana oft og leitaði álits hennar þegar hann var að stíga fyrstu sporin í ljóðagerð. Hún sannfærðist um hæfileika hans þegar hún heyrði þetta ljóð.

Skugginn
Sem hjarta guðs 
er ég hreinn í kvöld, 
fagur sem óskir hans, 
frjáls sem hans völd. 

Alla vil ég gleðja, 
fyrir alla þjást. 
--- í kvöld er ég skuggi 
af konuást. 

Á námsárum sínum í Reykjavík kynntist hann svo Theódóru Thoroddsen og skrifaðist á við hana í nokkur ár. Í bréfi til hennar 1917 sendir hann henni nokkrar stökur og segir þar m.a.: “ Þér ættuð engan að láta heyra þessar veigalitlu stökur. Eg sendi yður þær ekki af því að ég haldi að þær séu nokkur skáldskapur - heldur af fátækt.... Ég veit að þér fyrigefið mér þær. Að lokum bið ég yður fyrir það að dylja mig ekki dóms yðar á göllum kvæða minna. Yðar dóma virði ég.” 

Í þessari dagskrá mun Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi fjalla um tengsl skáldsins unga við þessar merku konur, sem hann mat mikils og lesa ljóð þeirra þriggja. 

Davíðshús er opið frá kl. 13 til 17 alla virka daga. Dagskráin hefst kl. 16 og er u.þ.b. klukkustund. 
Rými er takmarkað og því gott að tryggja sér sæti tímanlega. 

Aðgangseyrir kr. 1.400.- / 700.- (lífeyrisþegar) - frítt fyrir börn
Sólarhringskort kr. 2000.- 
Árskort kr.3000.- 
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings og er með í Listasumri #listasumar

Sjá nánar á www.facebook.com/skaldahusin/ og www.minjasafnid.is 

Sjá nánar HÉR