Ævintýrið hefst á Listasumri á Akureyri!

Ævintýrið hefst á Listasumri á Akureyri!
Fjöldi spennandi viðburða í sumar

Metnaðarfullir, uppátækjasamir og spennandi viðburði einkenna Listasumar í ár. Farið var yfir fjölda umsókna og 15 viðburðir að lokum styrktir, en alls voru veittir styrkir að upphæð einni milljón króna. Viðburðirnir sem urðu fyrir valinu spanna hinar ýmsu listgreinar s.s. dans, ýmiskonar tónlistarstefnur, gjörninga, myndlist, ljóðlist og ritlist. Ekki er aðeins um staka viðburði að ræða heldur einnig listasmiðjur fyrir ungu kynslóðina. Ævintýrið hefst í sumar, Sjáumst!