Ævintýrin í lífi og verkum Davíðs

Allar gáttir opnar: Þráðurinn hvíti - ævintýraþráður Davíðs
Fimmtudagurinn 13. júlí, kl: 16
Davíðshús

Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi

Davíð var ævintýramaður. Líf hans sjálfs var stundum ævintýri líkast og ekki eru margir sem hafa haft eins ríka þekkingu á sagnaarfi þessarar þjóðar og reyndar var hann afar vel að sér í sagnaarfi Evrópu allrar. Hann nýtti þessa töfra ævintýra og þjóðsagna í ljóðum sínum og öðrum verkum og það var ekki síst það sem náði hjörtum ungra sem aldinna þá og gerir enn. 

Þráðurinn hvíti 
Kom ég þar að kvöldi,
sem kerling sat og spann.
Á kistuloki kertisskar
í koparstjaka brann. 
Sterkur þráður snurðulaus
um snælduaugað rann. 

Hvað ert þú að spinna? 
– Hvítan ullarþráð. 
Seinna koma dagar 
og seinna koma ráð. 
Það er líka líf að vera 
lopanum sínum háð. 
---
Í þessari dagskrá mun Valgerður H. Bjarnadóttir fjalla um ævintýrin í lífi og verkum Davíðs og lesa nokkur ljóð sem tengjast þessum arfi kynslóðanna sem var honum bæði innblástur og næring. 

Davíðshús er opið frá kl. 13 til 17 alla virka daga. 
Dagskráin hefst kl. 16 og er u.þ.b. klukkustund. 
Rými er takmarkað og því gott að tryggja sér sæti tímanlega.

Aðgangseyrir kr. 1.400.- / 700.- (lífeyrisþegar) - frítt fyrir börn
Árskort kr.3000.- 

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings og er með í Listasumri #listasumar

Sjá nánar á www.facebook.com/skaldahusin/ og www.minjasafnid.is 

Sjá nánar HÉR