Dirty Dancing í Deiglunni

Dirty Dancing (1987)
Föstudagurinn 4. ágúst, kl. 21
Deiglan, Listagilið
Aðgangur ókeypis

Leikstjóri: Emile Ardolino

Aðalleikarar: Jennifer Grey, Patrick Swayze

Árið er 1963. Unglingsstúlkan Frances „Baby“ Houseman er í fríi með fjölskyldunni í Catskill-fjöllunum. Framtíð hennar er ráðin, hún á að fara í skóla, ganga síðan í friðarsveitirnar og giftast lækni. Danskennarinn Johnny Castle hristir hins vegar upp í heimsmynd hennar…

Þeir sem sáu Top Gun í síðustu viku með nýfengnum hinsegin gleraugum urðu eflaust hissa á sterkum hinsegin dráttum myndarinnar. Nú er spurning hvort Dirty Dancing leyni líka á sér? Fleyg eru eftirfarandi orð Johnny Castle: „Nobody puts Baby in the corner“ (þýs. „Niemand stellt Baby in die Ecke). Það er freistandi að líta svo að um vísun í Njálssögu sé að ræða, en Hallgerður langbrók reyndi að verja veika stöðu sína með orðunum „Engi hornkerling vil eg vera“ þegar þjóðfélagið vill traðka á henni. Áhugavert er að túlka orð Johnnys („Eigi skaltu hornkerling vera“) sem stuðningsyfirlýsingu fyrsta karlfemínistans…

Arnar Már Arngrímsson
Formaður KvikYndis

Sýningartími: 100 mín
Mættu - Horfðu - Njóttu

Kvikyndi.is

Staðsetning: Deiglan, Listagilið

Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar #kvikyndi

Sjá nánar HÉR