Eldfimt föstudagskvöld!

Backdraft (1991)
Föstudagurinn 18. ágúst, kl. 21
Slökkvilið Akureyrar, Árstíg 2 (tryggvabraut)
Aðgangur ókeypis

Leikstjóri: Ron Howard
Aðalleikarar: Kurt Russell, William Baldwin, Robert de Niro, Rebecca de Mornay, Donald Sutherland.

Óskarsverðlaunin 1992: Silence of the Lambs stelur senunni, JFK er þarna líka og Thelma and Louise, Friðrik Þór með Börn náttúrunnar og Backdraft fær nokkrar tilfnefningar fyrir tækni og hljóð. 

Þegar tækfæri gefst til að sýna kvikmynd á slökkvistöð er erfitt að horfa framhjá Backdraft. 

Nú hefur undirritaður ekki séð myndina frá því fyrir aldarfjórðungi en þykist muna eftir illu glotti brennuvargsins, leiknum af Donald Sutherland, Kurt Russell að býsnast yfir litla bróður, faðmlögum ofan á slökkviliðsbíl og Robert de Niro sjálfum sér líkur.

Arnar Már Arngrímsson
Formaður KvikYndis

Sýningartími: 137 mín
Mættu - Horfðu - Njóttu

Kvikyndi.is

Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar #kvikyndi

Sjá nánar HÉR