Föstudagsfjör í Sundlauginni

Föstudagsfjör í Sundlauginni
Sundlaug Akureyrar
Þingvallastræti 21, kl 19:30 - 20:30

Félagarnir Jón Geir og Ingi Þór í Lucid Dreams ætla að þeyta skífum fyrir gesti sundlaugarinnar. Þeir þekkja aðstæður vel og lofa blússandi stemningu og fjöri sem enginn ætti að missa af.

Föstudagsfjör í sundlauginni er samstarfsverkefni Sundlaugar Akureyrar og Listasumars þar sem markmiðið er að brjóta upp hversdagsleikann alla föstudaga í sumar með skemmtilegum viðburðum. Fylgist vel með!

Verðskrá Sundlaugar Akureyrar:
Fullorðnir - 900
Fullorðnir (67 ára og eldri) - 250
Börn (6-17 ára) - 200

Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar

Sjá nánar HÉR