Fulltrúar tveggja kynslóða söngaskálda

Ormur & Svanur - Trúbadoratónleikar
Þriðjudagurinn 22. ágúst, kl.21
Deiglan

Feðgarnir og trúbadorarnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon (57) og Sigurður Ormur Aðalsteinsson (21) halda trúbadoratónleika í Deiglunni þar sem þeir syngja og leika frumsamin lög og texta, þótt e.t.v. slæðist einhverjar ábreiður með.

Feðgarnir eru fulltrúar tveggja kynslóða söngaskálda: Svanurinn syngur háttbundin kvæði á móðurmálinu meðan Ormur er tíðarandanum trúr og syngur á ensku. Dagskráin ætti að vera við hæfi fólks á öllum aldri.

Við erum hluti af Listasumri!

Sjá nánar HÉR