Flýtilyklar
Fyrsta ævintýrið með ART AK á Listasumri
Brandalism - Listaverkagjörningur
13. - 16. ágúst
ARK AK Amaró gallerí
Hafnarstræti 101
Listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða listsköpun.
Odee vinnur mest með svokallaða digital fusion eða visual mashup list, sem hann kallar samrunalist. Þar blandar hann saman efni úr vinsælli menningu til þess að skapa ný sjálfstæð listaverk.
Áður en hann hóf ferilinn sem listamaður stundaði hann nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, með áherslu á markaðsfræði og stjórnun.
Odee lætur bræða listaverk sín í álplötur, sem er gert fyrir hann í New York. Þá er blekið brætt inn í álplötuna og svo húðað yfir með gloss filmu.
Tjáningarfrelsi listamannsins er Odee mjög hugleikið, þá sérstaklega ofar höfundarrétti, og hefur hann látið taka til sín í þeim málefnum opinberlega oftar en einu sinni.
Listsköpunin fer fram á vinnustofu Odee í Ásbyrgi á Eskifirði þar sem Odee býr með tveim sonum.
Nánar um listamann: odee.is
Ég er hluti af Listasumri!
Sjá nánar HÉR
Leit

