Fyrsta Listasmiðjan hefst 8. ágúst

Fljúgandi dýr -Listasmiðja
8-11. ágúst
Deiglan, kl. 9-12 þriðjudag til fimmtudags
Deiglan, kl. 9-15 föstudag

Kennarar: Jónborg Sigurðardóttir & Brynhildur Kristinsdóttir

Fljúgandi dýr 5 daga listasmiðja fyrir börn á aldrinum 8-14 ára þar sem unnar eru fljúgandi fígúrur úr pappamassa. Að vinna með pappamassa er seinlegt og krefjandi verkefni og er gert ráð fyrir að hvert barn nái að gera eitt verk. Í upphafi verða gerðar frumteikningar af dýrunum og pappamassaverkin svo unnin út frá þeim.

Smiðjunni lýkur með sýningu á verkum barnanna og boðið verður upp á vöfflur og djús til að fagna afrakstrinum. Verkin verða svo til sýnis á Akureyrarvöku.

Þátttökugjald 6.000 kr. (Takmarkaður fjöldi)
Skráning og nánari upplýsingar:
Brynhildur Kristinsdóttir
S: 868-3599
bilda@simnet.is

Við erum hluti af Listasumri!

Sjá nánar HÉR