Gene Kelly í heimsókn á Hlíð

Singin' in the Rain
Föstudagurinn 14. júlí
Öldrunarheimilið Hlíð, samkomusalur
kl. 16:00

Nú hefur KvikYndið tekið upp samstarf við Listasumar og munum við standa fyrir sýningum á hverjum föstudegi í allt sumar.

Misjafnt er hvar sýningarnar fara fram en nú er komið að Dvalarheimilinu Hlíð (samkomusalur).

Singin' in the Rain (1952)
Líklega þekkir öll heimsbyggðin atriðið þar sem Gene Kelly dansar og syngur í rigningunni.

Nú gefst tækifæri til að sjá þessa frægu dans- og söngvamynd í allri sinni dýrð næstkomandi föstudag kl. 16.00 og það að Dvalarheimilinu Hlíð(samkomusalur).

Í hléi verður boðið uppi á kaffi og kleinur.

Arnar Már Arngrímsson
Formaður KvikYndis

Sýningartími: 103 mín
Mættu - Horfðu - Njóttu

Kvikyndi.is

Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar #kvikyndi

Sjá nánar HÉR