Flýtilyklar
Húlladúllan og Norðantrúðarnir
Föstudagsfjör í Sundlauginni
Föstudagurinn 21. júlí, kl. 12
Sundlaugin á Akureyri
Alla vikuna hefur Húlladúllan verið með sirkussmiðju í Deiglunni (Sirkussmiðja Húlladúllunnar - Akureyri) þar sem börn og unglingar fá að kynnast töfrum sirkuslistanna.
Húlladúllan og Norðantrúðarnir ætla að halda sýningu fyrir gesti, vini og ættingja þar sem sýndur verður afrakstur smiðjunnar. Allir hjartanlega velkomnir!
Föstudagsfjör í sundlauginni er samstarfsverkefni Sundlaugar Akureyrar og Listasumars þar sem markmiðið er að brjóta upp hversdagsleikann alla föstudaga í sumar með skemmtilegum viðburðum. Fylgist vel með!
Verðskrá Sundlaugar Akureyrar:
Fullorðnir - 900
Fullorðnir (67 ára og eldri) - 250
Börn (6-17 ára) - 200
Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar
Sjá nánar HÉR
Leit

