Kanntu að húlla?

Komdu að húlla! - Húllafjör á Akureyri
Laugardagurinn 22. júlí, kl. 12-14
Ráðhústorgið
Aðgangur ókeypis (frjáls framlög)
 
Húlladúllan lýkur Akureyrarheimsókn sinni á Ráðhústorginu, Akureyri frá klukkan 12:00 til 14:00 laugardaginn 22. júlí. Hún býður öllum í húllafjör og er með heila hrúgu af húllahringjum. Hún verður með litla krakkahringi, hringi fyrir fullorðna og nokkra risahringi fyrir sérstaklega hávaxna byrjendur. Þið mætið og grípið hring og Húlladúllan gengur á milli og leiðbeinir þáttakendum út frá ykkar getustigi.
 
Húllafjörið og kennslan er ókeypis en þáttakendur eru hvattir til að leggja nokkra aura í söfnunarkrukkuna fyrir bensíni á húllabílinn og til viðhalds húllahringjahrúgunni.
 
Húlladúllan gerir frábæra húllahringi og þeir sem vilja eignast góðan hring geta keypt hjá henni flottan húllahring.
 
Það geta allir lært að húlla og það er ótrúlega gaman! Komið og prófið og skemmtum okkur saman! Takk Akureyri fyrir afnotin af Ráðhústorginu.
 
Ég er hluti af Listasumri!
#listasumar
 
Sjá nánar HÉR