Krunk krunk krá!

ALLAR GÁTTIR OPNAR:
Krunk, krunk, krá! Hási Kisi
Fimmtudagurinn 17. ágúst, kl: 16
Davíðshús


Geta kettir líka krunkað? Þrjú skáldanna sem saman mynda ljóðahópinn Hása Kisa munu leitast við að fara í fötin hans Davíðs og lesa úr verkum sínum, bæði gömlum, ný- og óútgefnum. Annars er svo aldrei að vita hvað þeim dettur í hug.

Skáldin eru: 
Ásgrímur Ingi Arngrímsson
Ingunn Snædal
Stefán Bogi Sveinsson

Davíðshús er opið frá kl. 13 til 17 alla virka daga. Dagskráin hefst kl. 16 og er u.þ.b. klukkustund. 

Rými er takmarkað og því gott að tryggja sér sæti tímanlega. 

Aðgangseyrir kr. 1.400.- / 700.- (lífeyrisþegar) - frítt fyrir börn
Sólarhringskort kr. 2000.- 
Árskort kr.3000.- 

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings og er með í Listasumri #listasumar

Sjá nánar HÉR