Matisse í Rósenborg

Matisse í plasti - Listasmiðja
14.-15. ágúst
Rósenborg, kl. 9-12
Kennari: Jónborg Sigurðardóttir (jonna)

Matisse í plasti er tveggja daga námskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára þar sem búnar verða til stórar klippimyndir í anda Henri Matisse en úr plasti.

Unnin eru sjálfstæð verk úr endurvinnslu plasti sem verða svo sameinuð í risastórt verk sem verður sýnt á Akureyrarvöku.

Listakonan Jonna sem hefur unnið mikið með plast endurvinnslu og börnum leiðbeinir á námskeiðinu.

Þátttökugjald 2.500 kr. (Takmarkaður fjöldi)
Skráning og nánari upplýsingar:
Jónborg Sigurðardóttir
S: 848 8490
jonborg@simnet.is

Ég er hluti af Listasumri!

Sjá nánar HÉR